Vanhæfur ráðherra

Að mínu mati hefur Álfheiður sýnt það með þessu að hún er óhæf sem ráðherra. Þetta sem hún hefur látið frá sér fara varðandi þetta mál er hrokafullt og sýnir einræðistiburði. Hún hefði sennilega gert það gott sem yfirkommisar í fyrrum sovét en þetta er ekki líðandi í lýðræðisríki að ráðherra hagi sér með þessum hætta. Hún á að víkja strax og biðja forstjóra Sjúkratrygginga afsökunar á hrokanum í sér.


mbl.is Ákvörðun Álfheiðar „ólíðandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála, manneskjan er stórklikkuð.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 12:25

2 identicon

Menn hafa lítið skoðað um hvað málið snýst.  

Steingrímur Ari er bara á móti reglugerðinni sem sagt er frá hér

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 18:37

3 Smámynd: Landfari

Jón Óskar, þetta er nú svolítið mikil einföldun á hlutunum hjá þér og niðurstaðan eftir því.

Það skiptir mjög miklu máli að vandað sé til allra vinnubragða  í þessu eins og öllu öðru. Ef anað er af stað af því að menn héldu eitthvað eða fannst eitthvað annað er búið að gefa fordæmi sem jafnvel á sér ekki lagastoð.

Í þessu gildir ekki eins og á útsölum að "fyrstir koma fyrstir fá". Hér verður að gæta jafnræðis og allt ákvarðanferlið að liggja ljóst fyrir.

Það má ekki henda að fyrirgreiðslan sem veitt er sé háð geðþótta eða túlkun þess stafsmanns sem afgreiðir málið hverju sinni.

Hér gildir frekar "að í upphafi skyldi endann skoða" og betur að fleiri gerðu sér far um það.

Það kann að vera að Steingrímur Ari sé á móti því að greiða þessar bætur samkvæmt reglugerð því mér skilst að það þurfi, samkvæmt stjórnarskránni, lagasetningu til að ákvarða greiðslur úr ríkissjóði.

Eins og þú orðar þetta finnst mér þú gefa í skyn að hann sé efnislega á móti reglugerðinni en það hef ég hvergi séð enda maðurinn ekki að greiða þetta úr eigin vasa. Hann ber hinsvegar ábyrgð á að það löglega að þessu staðið. 

Landfari, 7.4.2010 kl. 20:12

4 Smámynd: Jón Óskarsson

Álfheiður er óhæf sem ráðherra og hefur verið frá því hún var skipuð sem slík.  Átti í raun aldrei að verða ráðherra miðað við hennar framgöngu í búsáhaldabyltingunni.

Jón Óskarsson, 8.4.2010 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband