Össur liggur á upplýsingum

Hvað er í gangi. Össur/Samfylkingin liggur á upplýsingum varðandi ICESAVE. Samt er hamrað á því innan ESB fylkingarinnar að Alþingi verði að samþiggja ICESAVE skuldindinguna og setja okkur í skuldafen til langrar framtíðar. Var kanski vonin sú að þetta tækist áður en þessar upplýsingar kæmu í ljós. Getur verið að Samfylkingingin sé svo í mun að koma okkur inn í ESB að hún sé tilbúin að fórna velferð þjóðarinnar fyrir ESB aðild. Getur það verið ?
mbl.is Óvíst um ábyrgð á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það liggur augum uppi að svo sé.

Össur á að segja af sér.

Það er reyndar ekki nóg, öll ríkisstjórnin ætti að segja af sér.

Jónas (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 12:57

2 identicon

Ég furða mig á því hvað þessi skýrsla fær litla umfjöllun í sjónvarpsfréttum kvöldsins.   Ekkert á þetta minnst á stöð tvö svo ég viti til og enn ekki heyrt stakt orð á Rúv.

Endilega leiðréttið mig fari ég með rangt mál, en ég bjóst við að sjá meiri umfjöllun um þessa skýrslu. 

Fagna því í leiðinni að Mogginn virðist vera að breyta um stefnu.  Það kom mér á óvart að sjá þessa frétt á þeim vettvangi, þó var fyrirsögnin áberandi "veik".
Hefði þarna verið um að ræða ráðherra eða þingmann sjálfstæðisflokks hefði fyrirsögnin líklega verið eitthvað á þennan veginn:  "Þingmaður/ráðherra leynir þjóðina mikilvægri skýrslu í Icesave málinu" í stað "Óvíst um ábyrgð á Icesave".  

Mogginn á enn langt í land með að verða sá sem hann var.  En þetta virðist þó stefna í áttina.  

Hrafna (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband