8.3.2010 | 09:12
Hunsa eina og biðja um aðra !
Þetta er nú meira ruglið í þessum pólitíkusum. Ný búin að hunsa eina þjóðaratkvæðagreiðslu en er farin að boða aðra! Vandi þessa lands stafar af pólitískum þrætum og það mun illa fara ef þessir bjánar fara ekki að gera eitthvað af viti fyrir fólkið í landinu en ekki vera með skot hingað og þangað eins og óþekkir krakkar í sandkassaleik.
Næst fiskveiðistjórnunarkerfið í þjóðaratkvæði? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Alveg rétt hjá þér. Sem dæmi um tvískinnungsháttinn:.
Jóhanna hefur átt 10 frumvörp um þjóðaratkvæðagreiðslur á Alþingi, og svo núna sem forsætisráðherra sá hún ekki lengur fært að nota þau fyrir þessa. Hún tróð í gegn einnota lagabastarð fyrir hana. Svo þjóðin er jú engu nær þjóðaratkvæðagreiðslu.
Alþingi þarf að fara aftur í lagagerðina. Því hún og 4flokkurinn höfnuðu frumvarpi Hreyfingarinnar, Sigmundar Ernis og Þráinns B:
http://www.althingi.is/altext/138/s/0005.html
Fyrsta alvöru frumvarpinu sem fjallar um þjóðaratkvæði og færir valdið til fólksins. Með því að hluti þjóðarinnar geti farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu sem og 1/3 Alþingis.
Ég get með engu móti séð eftir það, að hún eða fjórflokknum sé nein alvara í því að gefa frá sér valdið sem þau halda um með járngreypum, til þjóðarinnar.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.