20.5.2010 | 22:31
Af hverju lækkar ekki verðið hér?
Geta olíufélögin útskýrt af hverju þau lækka ekki verð á bensíni og olíu hér?
Olían hrapar í verði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Alltaf þarf að útskýra þetta fyrir ykkur aftur og aftur. Lærið þið aldrei neitt?
Lækkun erlendis hefur engin áhrif á verðið hér, aðeins hækkanir breyta verðlagningunni.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 22:37
Vegna þess að unnin olía lækkar seinna og líka vegna þess að þetta verð er á olíu til afhendingar eftir 2 - 4 vikur og svo reyna olíufélögin auðvitað að helda verðinu uppi sem lengst.
Einar Þór Strand, 20.5.2010 kl. 22:38
Einar Þór
Þetta hlítur að virka á hinn veginn líka ?
Heimsmarkaðsverð upp og klukkutíma seinna er búið að hækka hér ?
Garðar Karlsson, 20.5.2010 kl. 22:52
Fyrir rúmlega ári síðan var Hermann forstjóri N1 spurður af hverju olíuverð heima hækkaði alltaf um leið og það hækkaði út í heimi, jafnvel þó einmitt að það væru kannski 2-4 vikur þangað til það kæmi til landsins. Hann svaraði því með að neytendur vildu alltaf sjá verðbreytingar um leið og þær ættu sér stað og það ætti bæði við verðhækkanir og verðlækkanir. Nú er spurning hvort hann standi við stóru orðin eða hvort þetta var bara hentugt svar...
Ingvar Linnet (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 22:55
Ert þú eitthvað skrýtinn!!!!!!!!
Hamarinn, 20.5.2010 kl. 22:59
Hér í DK sveiflast verðið á dælunni eftir verðinu á heimsmarkaði, um leið og það hækkar á heimsmarkaði þá hækkar það á dælunni og svo lækkar það líka á dælunni um leið og það lækkar á heimsmarkaði.
IR (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 23:01
Hafið ekki áhyggjur, Steingrímur Joð mun sjá til þess að verðið lækki ekki með því að hækka bensíngjaldið.
The Critic, 20.5.2010 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.