Lögleg v/ ólögleg eiturlyf

Áfengi og tóbak eru lögleg eiturlyf. Því ekki að lögleiða kanabis og minka þannig glæpastarsemi. Selja það í ATVR undir regluverki ríkisins og fá tekjur í kassan sem sárvantar á þessum síðustu og verstu tímum. Steingrímur skellir á þetta 50% skatti. Gróðurhúsin í Hveragerði og víðar með alla sína dýru lampa myndu stógræða á kanabisræktun. EKKI spurning bara gróði!  


mbl.is Kannbisræktun stöðvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálmi Hamilton Lord

Bjössi - varstu nokkuð að fá þér eina jónu ? því líkt rugl.

Pálmi Hamilton Lord, 31.1.2011 kl. 21:52

2 identicon

...Auk þess er Kannabis skaðminna en bæði áfengi og tóbak, og úr því má búa til ýmsar afurðir, eins og matarolíu úr fræjunum sem en ein hollasta fæða sem til er, með Omega sýrur í réttum hlutföllum, og svo má búa til lyf úr Kannabis svo sem verkjalyf, og krabbameinslyf svo einhver dæmi séu nefnd. -Virka efnið í Kannabis vinnur á krabbameini. Auk þess getur Kannabisneysla hjálpað sjúlingum sem þjást af gigt og verkjum, gláku, AIDS, krabbamein..

Það væri hægt að þróa og framleiða lyf á Íslandi í samvinnu við Háskólann, og stórlækka lyfjakostnað ríkisins, á sama tíma og nýjar atvinnugreinar verða til.

-Jafnvel hægt að búa til útflutningsgrein.

Auk þess hefur reynslan í Hollandi sýnt að Kannabisneysla eykst ekki þótt efnið sé löglegt. ÞAr má reyndar ekki rækta jurtina en það má selja og neyta..en helsta vandamálið í Hollandi hefur einmitt verið að ekki má rækta, og verið er að berjast fyrir því að það verði leyft.

ÞAð er mikill stuðningur við lögleiðinu í Mexíkó, BNA og Kanada...og nokkur ríki BNA eru að hugleiða það...það var næstum því lögleitt í Kaliforníu um daginn.

magus (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 03:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband