BARA EKKI SAMMÁLA

Það getur vel verið að vöruverð til neytenda lækki við ESB aðild. En hvað með auðlindir okkar og sjálfstæði. Ef það tapast þá er alveg örugt að kostirnir eru langt um minni en ÓKOSTIRNIR. Maður er bara hræddur við þessa ESB Blindu Samfylkingarinnar. Ég hvet alla skynsama kjósendur til að hugsa sinn gang og EKKI kjósa Samfylkinguna. Ef hún nær forystu í Íslenskum stjórnmálum yrði það til þess að Íslendingar yrðu atvinnulausir styrkþegar innan ESB. 


mbl.is ESB aðild samofin endurreisninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Nákvæmlega. Verðlag hækkaði víðast hvar í evruríkjunum í kjölfar þess að þær tóku upp evru. Hlutlausar rannsóknir, t.d. sem gerðar hafa verið á vegum Hagstofu Íslands, hafa bent til þess að hugsanlega kunni verðlag að lækka um 10-15% við inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. Það er allt og sumt og það er aðeins hugsanlegt. Er þess virði að afnema sjálfstæði Íslands og koma landinu undir yfirráð Evrópusambandsins með manni og mús til þess að geta hugsanlega keypt kókið á 180 kall í stað 200 króna?

Hjörtur J. Guðmundsson, 16.4.2009 kl. 11:49

2 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Sæll Björn,

við íslendingar munum hafa stjórn á auðlindum okkar og sjálfstæði innan ESB.  Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að við fáum ekki að nota auðlindir okkar til að byggja hér upp öflugt velferðarkerfi og sterkt atvinnulíf.

Skynsemin segir okkur að komast verði að því hverjir kostir og gallar aðildar séu!  Það er einungis gert með aðildarumsókn.  Ísland mun ekki ganga í ESB nema eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Atkvæði greitt Samfylkingunni er ekki atkvæði með ESB heldur aðildarumsókn að ESB og síðan þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn.  Ég vona að þú óttist ekki vilja þjóðarinnar.

Það er engin ESB blinda í Samfylkingunni.  Aðild að ESB tryggir okkur stöðugleika til að byggja upp Ísland á ný.

Ef þú vilt að á Íslandi sé öflugt velferðarkerfi og sterkt atvinnulíf hvers vegna viltu þá ekki athuga alla kosti sem geta hjálpað okkur að ná því markmiði?

Skynsemin segir okkur að athuga alla kosti, þeirra á meðal ESB!

Lúðvík Júlíusson, 16.4.2009 kl. 11:50

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Við þurfum svo með inngöngunni að skaffa fólk í væntanlegann her þeirra Brusselmanna, allavega ef miðað er við samþykt þeirra um stofnun EU-Army...

On 20 Feb 2009 the European Parliament voted yes to create "SAFE" (Synchronized Armed Forces Europe) as a first step towards a true European military force. SAFE will be directed by an EU directorate, with its own training standards and operational doctrine. There are also plans to create an EU "Council of Defence Ministers" and "a European statute for soldiers within the framework of Safe governing training standards, operational doctrine and freedom of operational action".

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 16.4.2009 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband